S4S - Ellingsen

   Pinewood Útivistar og veiðifattnaður

 Velkomin á heimasíðu  

                 Skotfélags Ólafsfjarðar.                    

 Email:skotolo@gmail.com.  

 S: 773-3912 

RN: 0347-26-001301 kt:440393-2099  

S4S - Ellingsen

   Pinewood Útivistar og veiðifattnaður

S4S - AIR - Ellingsen - SKÓR.is 

Bubbi varð stigameistar í Co Sp 2023.

Rögnvaldur Jónson varð Stigameistar í skotfimi með haglabyssu 2022

Félagsmenn geta farið á innisvæðið í kjallara Mentaskólans eftir kl 16.00 á daginn og kl 11.00 um helgar. Hafa má samband við Rögnvald S: 896-2474 eða Óskar S: 893-5567. til að fá lykil.

Bubbi Meistari 2020

Bubbi varð bæði SKÓ meistari og stigameistari 2020

Skó meistarinn 

Var haldin 14. ágúst 20 á afmælisdegi félagsins, Bubbi vann mótið með yfirburðum.

3/7/20

Rögnvaldur vann mót 3 í mótaröðinni og skaut í fyrsta sinn 25 af 25 í móti og grobbið heltók hann :)

Allt móthald hjá félaginu fellur niður á meðan covid - 19 er yfirstandandi. 

15/01/20

Inniskotsvæði er opið á mánud og fimmtud kl 19.30   svo verður reynt að hafa opið á laugardögum kl 10,00 á morgnana.

28/12/19

Skotmaður ársins 2019

Rögnvaldur Jónsson var kosinn skotíþróttamaður ársins hjá skotfélaginu í vali á íþróttamanni ársins í Fjallabygð

En hann hefur keppt á mótum á td Húsavík Akureyri og Reykjavík. Rögnvaldur hefur verið í stjórn félagsins frá stofnun þess.

20/11/19

Innsvæði tilbúið 

Nú eru við komnir með innivæði aftur eftir 18 ár, í kjallara MTR. 

Æfingar geta nú farið að byrja og óskum við eftir tillögum að opnunartíma, til dæmis tvö kvöld í viku svo dæmi sé tekið. 

Brautin er 25 Metrar fyrir 22 Cal byssur og loftbyssur á 10 Metrum.

Skotborð fyrir Vinstri og Hægri skyttur.

Skot seld á staðnum 900 krónur pakkinn fyrir félagsmenn.

Félagsriffill fæst lánaður.

29/9/19

Fjöldi félagsmanna 

Nú eru skráðir félagsmenn orðnir 109 í félaginu og er það alveg frábært, enda árgjaldið ekki nema 6.000kr

Við viljum fá sem flesta inní félagið því fleiri því betra og sameinaðir getum við framkvæmt meira.

Í sumar komum við upp öðrum 5 palla skotvelli og gerðum 200M færi á skotsvæðinu við múlagöng.


Nú erum við að byrja að vinna í kjallara Menntaskólans á Tröllaskaga en þar ætlum við að skjóta með Loftbyssum og 22calibera byssum á veturna og vonumst við að fá fólk til að koma og prufa þegar aðstaðan verður orðin viðunandi.


Óskar Gísla og Ingimundur Sigurðs eru umsjónarmenn innisvæðis og er hægt að fá nánari upplýsingar hjá þeim.