Umgengi

Öryggis og Umgengnisreglur.

MUNIÐ byssur eiga að vera í tösku eða poka

þegar gengið er að og frá skotsvæði

1.Byssur skulu hafðar opnar og óhlaðnar þar til viðkomandi skotmaður hefur tekið sér stöðu á skotpalli.

2.Byssur eiga að vera án óla.

3.Ef skotmaður vill munda óhlaðna byssu skal hann haga sér sem um hlaðna byssu sé að ræða og fylgja 1 grein.

4.Hámarks hleðsla skota er 28gr..

5.Óheimilt er að hafa fleiri en 2. skot í fjölskota haglabyssu.nema um mót sé að ræða þar sem þarf 3 skot.

6.Skotmenn skulu ganga snyrtilega um svæðið og henda hylkjum og öðru rusli í ruslatunnur.

7.Bannað er að láta hunda ganga lausa á svæðinu.

8.Bannað er að skjóta á fugla eða önnur dýr á svæðinu.

9.Framvísa skal félagsskírteini eða gildri kvittun fyrir greiðslu gjalda vilji menn skjóta á félagsgjaldi.

10.Félagið bendir öllum á að hver og einn er ábyrgur fyrir sér og sínum vopnum á svæðinu, eins og alls staðar.

11.Allt skvaldur hávaði og óþarfa umgangur er bannaður umhverfis skotpalla á meðan á æfingu eða móti stendur.

12..Hámark er leyfilegt að 6 skyttur séu á vellinum samtímis.

13.Brot á þessum reglum geta valdið brottrekstri af svæðinu.

Umgengi

Engin starfsmaður er á svæðinu nema þú svo félagið treystir þér fyrir þeim hlutum sem þar eru og að greiða

það sem þarf að greiða.

Tökum tillit til annara sem koma og vilja skjóta með ykkur, eða með öðrum verkfærum. (Rifflum Haglabyssum)

Stjórnin.