Skotgreinar

Tilgangur félagsins

Tilgangur félagsins er að vinna að eflingu skotíþróttarinnar á sem fjölbreyttastan hátt, með því að koma sér upp afmörkuðu svæði fyrir félagsmenn sína kenna meðferð skotvopna og vinna gegn hverskonar gálausri meðferð þeirra.

Skotíþrótirnar (eru þó ekki allar skottnar hjá félaginu)

Compak sporting

Það er leirdúfuskotgrein með haglabyssu þar sem 5 eða fleir kastvéla kasta leirdúfum í ýmsar áttir, skotpallarnir eða stöðurnar sem menn standa svo á eru 5 í ca beinni línu og eru 15m frá fyrsta palli og útfyrir fimmta pall, þannig fá menn mörg sjónarhorn á hverja dúfu. 25 dúfum er kastað fyrir einn hring og er skorið þá mælt eftir hvað hitt er margar dúfur.

Silhouette skotfimi – rifflar, .22 cal

Skotið á 20 silhouettur af fjórum mismunandi stærðum, 5 stk af hverri stærð, á mismunandi færum, eftir stærð dýranna. Skotið með .22 cal rifflum með sjónaukum úr standandi stöðu. Færin sem notuð eru: 40, 60, 77 og 100 m

BR TF 50/25 – rifflar, .22 cal

Skotið sitjandi við borð (BR eða TF )af 50 metra færi utanhúss og 25 m færi innanhúss. Skotin 25 skot, eitt skot í hverja skífusem er 40mm. Leyfilegt að skjóta á sighter skífu að vild. Kúlustærð er 22LR, standard velocity skot. Stuðningsbúnaður á borði leyfður. Keppt í opnum flokki.

BR = rest framann og aftan . TF= Tví Fótur ekkert að aftan

SPORTER flokkur:

Hámarksþyngd 3,855 kg með sjónauka

Engin aukabúnaður leyfður á hlaup

Sjónauki má mest vera með 6,5x stækkun.

Dómari festir stækkun með límbandi

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir


VARMINT flokkur:

Hámarksþyngd 4,762 kg með sjónauka

Engar takmarkanir á aukabúnaði á hlaup

Engar takmarkanir á sjónauka

Rafmagnsgikkir eru ekki leyfðir

Ef einhver er með þyngri byssu þá lendir viðkomandi í Varmint flokknum

Stöðluð Skammbyssa

Keppt er á 25 m í þremur tímalotum. Skotið er 5 skotum, fjórum sinnum, á 150, 20 og 10 sekúndum. Alls 60 skotum.

Sport Skammbyssa

Keppt er á 25 m í tveimur tímalotum. Alls 60 skot. Fyrri 30 skotin á löngum tíma (300 sek) og seinni 30 í Rapid fire, 3 sek til að skjóta einu skoti og 7 sek biðtími að næsta skoti. Notað er 22LR.

Gróf Skammbyssa

Keppt er á 25 m í tveimur tímalotum. Alls 60 skot. Fyrri 30 skotin á löngum tíma (300 sek) og seinni 30 í Rapid fire, 3 sek til að skjóta einu skoti og 7 sek biðtími að næsta skoti. Notaðar stærri kúlur en 22LR og upp að 44 cal.

Frjáls Skammbyssa

Keppt er á 50 m með einsskota fríbyssu. Skotið er 60 skotum á 90 mínútum. Þessi grein er stunduð utandyra hjá félaginu eða þá að félagsmenn skunda suður til keppni.

Veiðirifflakeppni

Skotið er á spjöld á 100, 150 og 200 metra færi. Skotið eru 9 skotum og heimilt að nota allt stærra en 22LR. Á 200 metrunum er skotið sitjandi við borð, með tvífæti. Annar stuðningur ekki leyfður. Á 150 metrunum er kropið og staðið á 100 metrunum. Hæsta mögulega skor er 90 stig.

Benchrest Hunter Class

Keppnin er 5 umferðir á 100 metra færi og 5 umferðir á 200 metra færi. Í fyrstu umferð á hvora fjarlægð hafa keppendur 12 mínútur en 7 mínútur á seinni umferðirnar.

Loftskammbyssa

Skotið er á 10 m færi 60 skotum.

Loftriffill

Skotið er á 10 m færi 60 skotum.