Umsókn

   D - Leyfi

    Mikið af fyrirspurnum um uppáskrift fyrir D-leyfum eru að berast Skotfélaginu á hverju ári. Ekki er nú eins mikið um það að fólk sé að stunda íþróttaskotfimi sem leyfið er sérstaklega veitt fyrir, en samkvæmt lögum á hann að vera virkur meðlimur í viðurkenndu skotfélagi og hafa stundað reglulegar æfingar í viðurkenndum keppnisflokki í tvö ár og tekið þátt í landsmótum og/eða opnum mótum og ekki gerst brotlegur við umgengnis- og öryggisreglur félagsins. Framangreindar upplýsingar skulu staðfestar af stjórn félagsins þar sem fram komi upplýsingar um æfingar, keppni og ástundun umsækjanda.. Sjá úrdrátt úr skotvopnalögunum 11 gr hér fyrir neðan.

 

   Skotfélagið mun ekki kvitta upp á slíkar umsóknir nema félagsmaður séu búnir að vera félagsmaður í SKÓ í að minnsta kosti 2 ár stunda reglubundnar æfingar eða 12  sinnum á ári í 2 ár  með vitni frá stjórn félagisins, einnig þarf hann að vera virkur í starfi og koma á amk 3 mót á ári í einhverjum greinum.. Skotfélagið lítur á reglubundnar æfingar þannig að félagsmenn mæti a.m.k. einu sinni í mánuði eða 12 skipti á ári. Við verðum með bók sem viðkomandi kvittar fyrir mætingu á æfingar á staðnum. Skotfélagið skrifar aðeins undir leyfi fyrir skammbyssum að kaliberi 22 - 32. Kostnaður við námsskeið 6.000kr.

11. gr.

Leyfi fyrir skammbyssu.

Einstaklingur sem óskar eftir leyfi til að eignast skammbyssu til iðkunar skotfimi (flokkur D) skal:

1. Hafa haft aukin skotvopnaréttindi skv. 3. gr. (flokkur B) í eitt ár,

2. vera virkur meðlimur í viðurkenndu skotfélagi og hafa stundað reglulegar æfingar í viðurkenndum keppnisflokki í tvö ár og tekið þátt í landsmótum og/eða opnum mótum og ekki gerst brotlegur við umgengnis- og öryggisreglur félagsins. Framangreindar upplýsingar skulu staðfestar af stjórn félagsins þar sem fram komi upplýsingar um æfingar, keppni og ástundun umsækjanda.

Leyfi fyrir skammbyssu, þ.m.t. loftskammbyssu, skal gefið út með eftirfarandi skilyrðum:

1. Að skotvopnið verði einvörðungu notað við æfingar og keppni í viðurkenndum keppnisflokkum á viðurkenndum skotsvæðum skotfélaga.

2. Að skotvopnið sé annars geymt í traustum hirslum.

3. Að hætti umsækjandi iðkun skotíþrótta megi afturkalla leyfi.

Lögreglustjóri skal framsenda slíkar umsóknir með umsögn sinni til ríkislögreglustjóra til ákvörðunar.


Stjórn SKÓ