Um SKÓ

Félagið var stofnað14 ágúst 1989 og voru stofnfélagar 13 svo við vorum 30 ára núna í ágúst 2019. Hvatamenn að stofnun þess voru Dagur Guðmundsson,Svanur Rafnsson og Rögnvaldur Jónsson. 


Settum upp nýjan skotvöll við vegskálan þann 17 júní 2010  með 5 kastvélum eða svokallað 5 palla sporting sem er að riðja sér til rums hér á landi.

2013 Bættum við svo við 6. vélinni. 


 Riffiborð fyrir 50-75-100-150-200m færi.

Árgjaldið 8,000.kr og 5.000 fyrir eldri og yngri reiknings nr 0347-26-1301.kt 440393-2099 

Einnig erum við með innisvæði í kjallara menntaskólans á Tröllaskaga fyrir 22cal byssur og loftbyssur.

Aðalfundur 20/2/24

Vélar voru settar á kerrur eftir að þær komu í mars kostnaður

við það var tæplega 200.000kr meira en við áttum von á, og reyndust vel.

Þurftum að kaupa 3 nýja 12v geima (Rándýrt helv) fyrir kastvélarnar

haldin voru 5 Riffilmót og 8 í leirdúfuskotfimi.

Smíða á Hardox skotmörk fyrir stóru riffla

Ársreikn lagðir framm og samþykktir

árgjald hækkað í 8000þ og 5000 fyrir eldri og yngri.

skoðunarmenn Hrafn jónsson og Ásgeir E Garðars

Mótanefnd: Rögnvaldur -Siggi P - Elmar B - Ásgeir E.

Stjórn UÍF: Örvar Sævarsson og Sigurjón Ólafur

Aðalstjórn: Formaður Sverrir Júlíusson - Gjaldk Rögnvaldur J

Ritari Jón V Baldursson. Meðstj. Ingimundur Sig og Georg Kristinsson.

_-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Aðalfundur 19/02/2023

Skýrsla síðasta aðalfundar lesin

Skýrsla stjórnar

Ársreikningar lagðir framm og samþykktir

Mót á síðasta ári voru 8 6 í haglabyssu og 2 í riffli

og stefnt að því sama á þessu ári

gólf var lagað á inniskotsvæði og er verið að vinna við að taka það út með lögreglu en það hefur tekið uþb ár.

Ákveðið var að kaupa 6 nýjar kastvélar.

Varðandi D-leyfi fyrir félagsmenn var ákveðið að skotfélagið veitir að sinn hálfu aðeins leyfi fyrir skammbyssur cal 22-32. umsækjandi mæti á 12 æfingar á almanaksárinu og amk 3 mót í havaða grein sem er .

Kosið í nefndir og voru littlar breytingar þar.

Stjórn UÍF, Sigurjón Ólafur og Örvar Sæfarsson.

Formaður Sverrir Júlíusson

Gjaldkeri Rögnvaldur Jónsson

Ritari Hilmir Ólason.

Fundi slitið kl 20.00

Aðalfundur Skotfélagsins 22-3-22

Mættir voru 10 menn á fundin, fundastjóri Rögnvaldur Jónsson, ritari Hilmir Ólason.

Skýrsla síðasta aðalfundar lesin upp og svo skýrslur snjórnar og nefnda.

Reikningar lagðir upp til samþykktar, og voru þeir samþykktir

Kosið í nefndir og voru littlar breytingar þar.

Stjórn UÍF, Sigurjón Ólafur og Örvar Sæfarsson.

Formaður Sverrir Júlíusson

Gjaldkeri Rögnvaldur Jónsson

Ritari Hilmir Ólason.

Rættum aðstöðu í innisvæði MTR og hvað þura að gera til að fá lögreglu til að taka út svæðið.

D-leyfi sem er skammbyssuleyfi var rætt um strangari reglur og námskeið hjá skó

Formaður leggur framm tilögu UÍF um starfsmann hjá Uíf og hafnar fundurinn því algerlega á þeim forsendum að peningarnir dygðu ekki lengi v launa.

Rætt um að setja upp öryggismyndavél á skotsvæðið v múlagöng.

Tillaga um að loka útisvæði ( mæla með að ekki sé skotið) milli k 22,00-7,00.

fundi slitið 20.30

 Skýrsla stjórnar fyrir árið 2021 

 

Sölukerfi fyrir leirdúfur kom í byrjun árs og var það settt upp um vorið og var heildarverð um 600.000kr 

Við eigum Svani Rafnssyni mikið að þakka fyrir að koma því upp og prógramma því enginn kunni á það. 

Húsin voru svo sett upp í maí eða lok maí réttara sagt. 

Jóns mótið í júní var vel sótt og einnig tröllaskagi open. Stigamótin voru þó nokkur eða 5 og varð Bubbi stigameistari með 14 stig. Rögnvaldur í 2 með 12 og Trausti í 3ja m 5 

Eitt 22 calibera mót var haldið innanhúss á 25m og eitt á 50m uppá svæði. 

Haldnir voru 5 stjórnarfundir á árinu og 2 félagsfundir. 

 


Skýrsla stjórnar 2020

Unnið í innisvæði í janúar Málað og fleira,  haldin 2 mót þar og höfðu mátt vera fleiri keppendur.  

Keypt var saurdæla fyrir klósettið sem á að setja upp í  vetur.??? 

Rögnvaldur sótti um styrk í formi skota og hringja vegna skýrsluvinnu til UÍF og ÍSÍ 30 hringi og 30 pakka og var það samþykkt. 

Skotsvæðið var sett upp í byrjun júní  

Lagað riffilmark og ákvaðu menn á stjórnarfundi 7. júní að steipa palla á  velli 1 hvern fyrir sig 110x110cm og og setja svo grindur á þá . 

Júní stórnafundur um að steipa pallana fyrir völl 1 og var það samþykkt 

Júlí Rögnvaldur fór að leggja til við formann að kaupa leirdúfu sölukerfi frá promatic climate er það kallað, en Ómar Ö Jónson formaður AK er með umboðið og eru þeir að kaupa 4 kerfi, en þetta kerfi mundi halda betur utan um sölu á leirdúfuhringjum. Verðið á því er 500.000kr + 50-60 þ í annað 

10 ágúst pallar steiptir og farið að vinna í uppsettningu á afmörkunarstöngum. 

26/8  ágúst var sölukerfið kynnt fyrir stjórnamönnum og haldin fundur  um kaup á því 

Mættir voru  

Sverrir Júlíusson 

Rögnvaldur Jónsson 

Andri V Víglundsson 

Georg Kristinsson 

Ingimundur Sigurðsson 

Fundurinn samþykkti einróma að þetta kerfi yrði keypt. 

24. September Var svo slegið upp fyrir pöllum og þeir steiptir stuttu síðar  

Á árinu voru haldnir nokkrir símafundir hjá stjórnini og má segja að tekjur félagsins hafi bara verið ótrúlega góðar mv covid , en við skulum vona að þetta fari að breitast. 

 Haglabyssan. haldin voru 10 mót  6 stigamót, Tröllaskagi open, Miningarmótið um Jón Hauk, Skó Meistarinn og hHunting Open. 

Riflar 22. 3 Innimót 25m. Engin mót voru haldin á útisvæðinu í riffilskotfimi og finnst okkur það frekar lélegt af okkur að setja mót á mótaskrá og svo er engin að halda það, sjá um það. 

RKJ


Skýrsla stjórnar skotfélags Ólafsfjarðar 2019 

Árið byrjaði með fundum um innisvæði eða kaup á húsnæði að Sigursteini Magnússyni, þann 24 jan var haldin fundur og kosið hvort kaupa ætti húsnæðið en forsendur við kaup þess höfðu hækkað mikið og voru 5 á móti kaupum og 2 sátu hjá. 

 Talað var við skólastjóra menntaskólans á tröllaskaga um endurnýjun á leyfi til að skjóta með 22 cal byssum og loftbyssum í kjallara skólans, en við vorum þar fyrir um 18 árum og þá í ein 5-6 ár, leyfið fékst og höfum við nú gert aðstöðuna þokkalega og mun hún vonandi lagast smá saman með komandi árum. 

 Mótahald. var mjög svipað á síðasta ári og árið þaráður (18) en það má sjá á mótatekjum. 

Nokkrir stjórnarfundir voru haldnir á árinu ásamt auka félagsfundum vegna húsnæðiskaupana sem varð svo aldrei af. 

 Utanfélagsmót hjá félagsmönnum eru ekki mikil allavega ekki félagsmönnum á Óló en Rögnvaldur er sá eini sem fór á mót á Akureyri, Reykjavík og fleiri stöðum. Og var því kjörin skotmaður ársins hjá félaginu. 

Skotpróf. Það voru tekin 28 skotpróf hjá SKÓ í sumar og er það heldur minnaen  undanfarinn ár, þökkum við þeim sem hafa haldið utan um þessi próf fyrir okkar hönd.Nú ef formaður félagsins er að hætta þá verðum fið að fá annan mann í að sjá um samskipti við UST. 

 Skotsvæði. 

Gerður var annar völlur eða sem sagt 5 pallar í viðbót ,völlur 2, og skotbatti fyrir 200 metra. Unnið var við viðhald á riffilhúsi, keyrt möl á svæðið og á göngustíg að 100m markinu.Kostnaður á útiskotsvæði var mikill á síðasta ári vonandi verður hann minni á komandi ári þó þyrfti að laga 150m markið og byggja pall fyrir borðið sem notað er á lengri færonum sem er uppá vegskálanum. 

Rögnvaldur Jónsson Gjaldkeri

 

 

Skýrsla stjórnar 2017 

Formannafundir. Formaður annaðhvort einn eða með öðrum úr stjórn fór á 3 formannfundi hjá ÚÍF. 

Þar var það helsta á árinu að það komu fram tillögur um að breyta úthlutun á bæjarstyrknum, öll félög hafa hingað til fengið 70.000- kr grunnstyrk óháð barna og unglingastarfi og eða aldraða og fatlaða. Bærinn setti þessar reglur í upphafi en ÚÍF hefur ekki farið alveg eftir þessu, en enginn hefur sett neitt út á þetta hingað til. Þessi breyting kemur ekki vel út fyrir okkur þar sem við erum ekki með neitt barna og unglingastarf. En eina vonin okkar eru eldri borgar í félaginu. 

Þessar breytingar voru svo samþykktar á ársþingi ÚÍF í mai, og aðeins bætt í því að það er líka sett skilyrði að fulltrúi frá okkur verður að mæta á ársþing til að fá úthlutað. 

Einnig fórum við úr stjórninni á námskeið í notkun á nýja Felix sem er félagakerfi sem ÍSÍ rekur og heldur utan um allt sem snýr að félagatali aðildarfélaga og úmislegt fleira. 

Skotpróf. Það voru tekin 36 skotpróf hjá SKÓ í sumar og er það svipað og undanfarinn ár, þökkum við þeim sem hafa haldið utan um þessi próf fyrir okkar hönd. 

Stjórnarfundir. Haldnir voru 2 stjórnarfundir á árinu, ýmis mál rædd og þurftum við meðal annars að upplýsa Arion banka um að við værum ekki að þvætta peninga fyrir einhverja gúbba út í heimi. 

Einnig var rætt um breytingar á haglabyssuvellinum, STÍ er að taka inn hjá sér nýja keppnisgrein, Compak Sporting.  Það þarf ekki mikla breytingu á vellinum okkar, afmarka hann betur og færa vélarnar aðeins til. Það eru fleiri félög í startholunum að fara í þessar breytingar. 

 Mótahald. 

Mótahald var með svipuðu mót og árið áður, náðum að halda flest mót þó svo að það mætti alveg fleiri félagsmenn mæta á mót. 

Svæðið. Möl var sett ofan á göngustíginn að riffilbattanum, keypt girðing af Húsasmiðjunni og völlurinn girtur af og settur lás á hliðið, vél nr 3 var tekin af stóru kerrunni og er hún nú orðin stök og hægt að færa hana til og frá.Í haust var svo keypt meira af möl af Árna Helga og á eftir að dreifa úr henni. 

Árni Kristinsson Formaður 


Skýrsla stjórnar.2015

Árið 2015.var að vonum viðburðaríkt.Bar þar helst að nefna að við fengum loks rafmagn aftur á skotsvæðið eftir að við mistum það í Maí í fyrra.Gjaldkerinn tók sig tilog reisti myndarlegt hlið inn á svæðið með statíf fyrir fánastangir.Félagið sótti um og fékk leyfitil bogfimiiðkunar ásamt því að rutt var úr bakkanum með fram riffilbrautinni.Keirt var í brautina fjórum bílum af grófu efni svo eitthvað sé nefnt.Mótahald hófst í fyrra fallinu með stigamóti þann 28.maí,sjómannamótinu 6.júní og svo tók hefðbundið mótahald við með 7 haglabyssumótum og 4 riffilmótum.Stigamót voru 8 talsins og var stigameistari sumarsins Kristinn Axel Sigurðsson.Skotpróf voru þreitt áfram hjá okkur og voru þau rúmlega 30 þetta árið,enda þurftu nokkrir að þreita prófið oftar en einu sinni.Haldnir voru nokkrir stjórnarfundir  og óformlegir fundir og fóru þeir margir fram með rafrænum hætti sökum fjarlægðar á milli stjórnarmanna.Formaður og gjaldkeri sátu svo sveittir milli jóla og nýárs ásamt foristu mönnum Ú.Í.F. og komu lögum félagsins í viðunandi form.Stjórnin vill koma því á framfæri að gott væri að fleiri tækju þátt í uppsetningu og að taka niður skotsvæðið,en einnig þarf að koma á skilvirkara boðkerfi til félagsmanna svo þeir viti af því að verið sé að fara í þá vinnu.Að lokum óskar stjórn S.K.Ó.öllum félagsmönnum gleðilegs nýs árs.

                                                            Fyrir hönd S.K.Ó. Dagur Ó.Guðmundsson.ritari.Skýrsla stjórnar. 2013.

Árið 2013.var viðburðaríkt eins og endranær.Fjöldi móta var haldin og svo hélt uppbygging skotsvæðisins áfram og ber þar helst að nefna að byggður var skúr yfir riffilborðin  svo aðstaða til riffilskotfimi er allt önnur og miklu betri en áður var.Hafði Ingimundur Sigurðsson allan veg og vanda með smíði riffilhússins sem er allt hið besta og mjög rúmgott.

Mótahald hófst eins og undanfarin ár á sjómannadagsmótinu og síðan tóku við hin fjölmörgu mót þar sem félagsmenn voru duglegir að mæta á og einnig fengum við fjölda gesta á opnu mótin sem er gleði efni því það er alltaf gaman að fá utanfélags menn til að miða sig við fá álit þeirra á okkar aðstöðu og heyra hvernig málum  er háttað annarsstaðar.

Skotpróf voru áfram þreytt af hreindýraskyttum á svæðinu okkar og held ég að ég fari rétt með að fjölgað hefur í dómarahópnum svo það er alltaf tiltækur dómari ef þreyta þarf skotpróf.

Heilmikil breyting var á haglabyssumótunum með tilkomu nýju kastvélarinnar og reyndist mörgum þrautin þyngri að hitta skífurnar úr henni.Að mati flestra ef ekki allra sem komu á völlinn síðastliðið sumar þótti þetta kærkomin viðbót sem skapaði enn meiri fjölbreytni í skotíþróttina.

Fjölmargir stjórnar fundir og óformlegir fundir voru haldnir á árinu þar sem menn báru saman bækur sínar og komu með tillögur um hvað betur mætti fara og hvað hægt væri að gera í framtíðinni til að gera svæðið enn meira aðlaðandi og fjölbreytilegra en nú er,þó höfum við fengið hól frá mörgum gestum,  um að okkar svæði sé með þeim skemmtilegri  á landinu.

Á síðasta stjórnarfundi sem haldin var hjá formanni kom fram að einhvers mis skilnings hafi gætt í haglabyssumótum sumarsins þar sem einhverjir töldu að skotfélagið ætti að skaffa mönnum skot í bráðabana en það er algjörlega úr lausu lofti gripið.

Þar sem ég er ritari félagsins og á ekki von á að það breytist í bráð og þar að auki á sjó og ekki alltaf heima þegar eitthvað er um að vera langar mig að biðja félagsmenn endilega að senda mér upplýsingar um ef eitthvað er um að vera eða eitthvað gert eða framkvæmt svo ég geti skráð það í bækur félagsins því þetta eru dýrmætar upplýsingar fyrir félagið þegar kemur að allskyns umsóknum og skýrsluskilum sem stjórnin annast.

Eflaust er eitthvað sem ég gleymi hér að tíunda en það kemur þá kannski fram á eftir þegar málin verða rædd.

Að lokum vil ég þakka félagsmönnum ánægjulegt samstarf undanfarin ár og óska þess að svo verði áfram um ókomna tíð.

Fyrir hönd S.K.Ó. Dagur Óskar Guðmundsson. Ritari.

 

Skýrsla stjórnar.2012.

   Árið 2012.fór af stað öllu fyrr en venja er hvað skotiðkun snertir,en í Mars stóðu aðildarfélög Ú.Í.F. fyrir vetrarleikum sem fram fóru helgina 17.-18.Mars.Skotfélagið var að sjálfsögðu þátttakandi í þeim og var efnt til skíðaskotfimi,þar sem genginn var ákveðin vegalengd á gönguskíðum og síðan skotnar 5.leirskífur.Mæltist þetta af spurn nokkuð vel fyrir. Skotsvæðið var sett upp með fyrra fallinu þetta árið eða í endaðan Apríl, en vallarhúsið fór upp nokkru seinna eða sennipartin í Maí.

Mótahald hófst strax í byrjun Júní með sjómannadagsmótinu og svo tók við mótaskrá með 12.mótum og var þátttaka góð í flestum mótum meðal annars í opnu mótonum en þau sóttu töluverður fjöldi aðkomumanna. Meistaramótið fór fram 1.sept.og varð Bragi Óskarsson þar hlutskarpastur með 70.af 100.dúfum hittnar.

Í vor setti Umhverfisstofnun þær reglur að allir hreindýraveiðimenn skyldu gangast undir skotpróf áður en haldið yrði til veiða og greiða ákveðið gjald fyrir, sem að mestu leiti rinni til skotfélaganna, en það kom í þeirra hlut að annast þessi próf. Sóttu Sigurður Heimirsson og Árni Kristinsson námskeið sem veitti þeim réttindi til prófdómara og önnuðust þeir skotpróf fyrir hönd félagsins og eiga þeir heiður skylið fyrir það. Hafði félagið talsverðar tekjur af þessum prófum eins og sést á reikningum sem er góð búbót fyrir félagið.

Dúfnaveislan var í gangi í ár eins og árið á undan en það er samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og skotfélagana, og miðar að því að fá sem flesta veiðimenn, til að stunda markvissar skotæfingar fyrir Gæsaveiðitímabilið og til að vera betri veiðimenn almennt. Hugsa ég að þátttaka hafi verið talsvert meiri í ár en í fyrra, allavega hvað okkur snertir.

Vegna mikillar aukningar af ástundun skotmanna og tekjum af skotprófum var fjárhagsstaða félagsins það góð að ákveðið var að ráðast í kaup á nýrri kastvél til viðbótar þessum 5 sem fyrir eru, og var keypt  vél sem er þannig frábruggðin hinum vélonum að hún er á stanslausri hreifingu þannig að maður veit ekki fyrirfram hvert hún kastar.

Í Nóvember var haldinn  stjórnarfundur þar sem rætt var um endurbætur á riffilsvæðinu og ákveðið hverjir yrðu útnefndir af hálfu félagsins til kjörs á íþróttamanni fjallabyggðar. Voru þeir feðgar, Rögnvaldur Jónsson í fl.fullorðinna og Heiðar karl í fl.ungmenna, útnefndirf hálfu skotfélagsins. Hins vegar gleimdist að taka fram árangur þeirra á mótum sumarsins.

Haldinn var fundur þann 27.Des þar var rætt var um skotprófin og úrbætur á riffilsvæðinu. Á fundinn mætti Emil Björnsson Hreindýraleiðsögumaður og fræddi fundargesti um allt sem viðkemur hreindýraveiði.

Árið 2012 er tekuhæðsta ár félagsins frá upphafi og er það aðalega að þakka auknum áhuga á skotfimi, mótahaldi, styrkjum fyrirtækja og skotprófum.

                                                                       Fyrir hönd S.K.Ó. Dagur Ó.Guðmundsson.ritari.


 

Skýrsla stjórnar 2011

Árið 2011 var gott af mörgu leiti hjá skotfélaginu ,árið byrjaði  með stjórnarfundi 16.03. sem haldinn var heima hjá Degi Guðmundssyni. 

Á fundinn mættu Dagur, Rögnvaldur, Ingimundur,Árni,og Ármann. Tilganur fundarinns var sá að setja menn í nefndir. 

Í mótarmefnd voru kjörnir þeir: Sverrir Gunnarsson, Jón Sæmundsson, Árman Sigurðsson, Jón Haukur Njálsson, Bjarni viðar Rúnarsson og Rögnvaldur Jónsson.

Í fjáröflunarnefnd voru kjörnir eftirtaldir, Rögnvaldur Jónsson,Guðmundur Árni Kristinsson, og Halldór Hafsteinsson. 


Vallarstjórn:Guðmundur Árni Kristinsson ,Andri Víglundsson, Ásgeir Frímannsson og Lúðvík Sverrisson. 

Umsjá með facebook síðuni: Sæmundur Jónsson 


Uppstenig vallarins var þann 16 maí. 

Auglýst  voru 10 mót á síðasta ári og voru haldinn 8 af þeim, eingöngu voru haldinn leirdúfu mót en riffilmótin féllu öll niður vegna þátttökuleisis.  

vonumst við eftir að það eigi eftir að verða fleiri og betur sótt mót á þessu ári. 

Skotið var um 12.000 dúfur síðastliðið sumar.

Svæðið var svo tekið niður í byrjun október og er vonast eftir því að geta sett það upp aftur snemma í maí .

Skotfélagið var þátttakandi í Dúfnaveislunni en það var átaksverkefni Skotvís og U.S.T.Markmiðið með þessu verkefni var að fá alla skotveiðimenn til að stunda skotæfingar og verða þannig betri veiðimenn.Er stefnt að því að þetta verði árviss viðburður.

Í október var  sótt um styrk úr íþróttasjóði ríkisins, en veit ég ekki til þess að svar hafi borist við þeirri beiðni. 


Þann 14.11.2011 Var Ingimundur kallaður á fund hjá Alladin 

Fundarefnið 

Fyrir huguð yfirtaka Fjallabyggðar á ÚÍF húsinu og var um að ræða bein yfirtaka engnir peningar áttu að fara til felagana vegna yfir tökunar. 


Stjórnarfundur 16.11.2011 

Á fundinn eru mættir þeir Dagur Guðmundsson, Rögnvaldur Jónsson, Árman Sigurðsson, Ingimundur Loftsson. 

Mál á dagskrá yfirtaka fjallarbyggðar á ÚÍF Húsinu og var sú tillaga samþiggt. 
 

Skýrsla stjórnar 2010.

 Árið 2010 var annasamt hjá, skotfélaginu árið byrjaði  með framhaldi af undirbúningi og uppsetningar nýs sporting vallar á svæði félagsins við múlagöng þar komu margar hendur að verki.

Í maí hófst svo vinna á vellinum sjálfum þeir Svanur og Toni  tengja rafmagn fyrir vallarhúsið og Gulli hall að keyra möl uppeftir og slétta svæðið 

Í júní er vallarhúsi og vélum komið fyrir, samið var við Rikka sig um að keyra vallarhúsi uppeftir og sækja aftur um haustið keyrðum við sjálfir með vélarnar

 

17 júní er svo komið að opnun á svæðinu, svæðið opnaði kl 11:00 þar komu 45-50 gestir og fengu að prufa að skjóta 2-4 skotum á leirdúfur og bragða á veitingum sem í boði voru, 

þennan dag gengu 4 nýir meðlimir í félagið, 

Um kvölduð var svo haldið opnunar mót í Einskot sporting 50 dúfur þar sem 12 mans mættu til keppni og höfðu gaman af. 


Allur flutningur á skotum og leirdúfum var framkvæmt af meðlimum félagsins sem áttu leið til Reykjavíkur og höfðu pláss í bílum sínum og vonumst við eftir að svo geti verið áfram.

 

Auglýst voru 9 mót á síðasta ári og voru haldinn 5 af þeim, eingöngu voru haldinn leirdúfu mót og riffil mótin féllu öll frá  

vonumst við eftir að það eigi eftir að verða fleiri og betur sótt mót á þessu ári. 

Skotið var um 8500 dúfur sem verður að teljast mjög gott

 

Fyrir hönd S.K.Ó í Aladin og úíf 

Í stjórn Aladin: Ingimundur Loftsson Varamaður í Aladin: Gunnlaugur Haraldsson 

 Fulltrúi í Úíf : Ásgeir H Bjarnason

 

Umgengni á svæðinu var nokkuð góð og menn voru samviskusamir við að tína upp patrónur eftir sig og að setja nýjar leirdúfur í vélar, kom það reyndar fyrir í eitt - tvö skipti að það gleymdist að seta fjarstýringar inn og pappa í ruslið verðum við allir að passa uppá að svoleiðis gerist ekki hjá okkur reyna að halda svæðinu hreinu og fínu

 

Svæðið var svo tekið niður í byrjun október og er vonast eftir því að geta sett það upp aftur í maí 

Svo langar okkur að minna á facebook  og heimasíðu félagsins sko.fjallabyggð.is og að sjálfsögðu minnum við menn á að skrá sig á póstlistann á síðunni.

 

Með þökkum fyrir síðasta skotár og vonir um frekari uppbyggingu á skotfélaginu  ósk við ykkur gleðilegt komandi skotár. stjórnin

 

 Skýrsla stjórnar 2009.

      Árið 2009 var frekar tíðinda lítið í sögu skotfélagsins, ekkert æfingasvæði fyrir haglabyssugreinina, og eingin inniaðstaða fyrir loftbyssugreinina.Ekkert svar hafði borist frá bæjaryfirvöldum vegna bréfs sem formaður og gjaldkeri sendu inn þann 22.október 2008 þar sem hörmungarástand félagssins var reifað og jafnframt reifaðar hugmyndir um endur uppbygingu. Á aðalfundi 20.apríl 2009 var uppbygging skotsvæðissins við múlagöng mikið rædd en ekki beint komist að neinni niðurstöðu.Það var svo í júní byrjun að gjaldkeri og formaður hittust og settust yfir málin varðandi framtíð félagssins,hvort það væri einhver tilgangur að reina að byggja upp svæðið eina ferðina enn í þeirri mynd sem það hefði verið.Urðum við sammála um að það gengi ekki enda búið að eiða allt of mikklu tíma og orku í endalausa vinnu í því efni og meigum við teljast heppnir að hafa ekki verið búnir að glata þeim verðmætum sem við þó áttum.Skotfélaginu barst tilboð frá Trésmiðju Hauks Sigurðssonar í húsið,ósamansett hús sem skotfélagið keypti og ættlaði að nota sem vallarhús, og hljóðaði tilboðið upp á 600.000.kr. og var því tekið.Formaður og gjaldkeri hittust svo nokkrum sinnum og ræddu málin og eftir að Rögnvaldur hafði farið til Akureyrar og skoða völlin þar var endanlega tekin sú ákvörðun að hefja undirbúning að algjörlega nýju skotsvæði, það er að segja, byggja upp sportingvöll. Í framhaldinu láu við félagarnir á netinu,þó aðalega Valdi, og skoðuðum það sem var í boði fyrir svona völl.Þann 4.ágúst boðuðu formaður og gjaldkeri til almenns félagsfundar heima hjá formanni þar sem sú hugmynd var rædd og þá að selja gömlu vélarnar og kaupa 5.nýjar 12.volta vélar í staðinn og koma þeim fyrir á kerrum svo allur flutningur til og frá svæðinu yrði sem einfaldastur. 3.sptember var svo boðað til enn eins almenns félagsfundar til að kynna fyrir mönnum hvað væri í gangi hjá félaginu og hverjar humyndir okkar væru í uppbygginguni. Þá var búið að festa kaup á fimm vélum af gerðinni Beomat í gegnum Hlað h/f fyrir um 1.100.000.kr og  fyrir láu kaup á kerrum undir vélarnar og búið var að semja um kaup á körum frá Promens( Sæplast) í gegnum Borgar Jónasson fyrrum félagsman okkar á mjög góðu verði.Í kjölfarið auglýstum við svo gömlu vélarnar til sölu 0g var töluverð eftirspurn en á endanum seldum við skotfélagi Akureyrar vélarnar og skúrana á 600.000. Í septeber mánuði var svo unnið að því að koma nýju vélonum á kerrur og gekk sú vinna vonum framar enda dugnaðar forkar sem fóru þar í fararbroddi en það er ekki meiningin að fara að nefna einkver nöfn í því sambandi en þó verður að koma hér fram að væntanleigir félagsmenn þeir bræður TraustiKarl og Heiðar Karl Rögnvaldssynir hafa ekki leigið á liði sínu við þá vinnu undir dyggri stjórn föður síns.Á haustmánuðum fengum við svo nýja heimasíðu á vef Fjallabyggðar sko.fjallabyggd.is sem Gísli Rúnar Gylfason annaðist uppsettningu á.  Kæru félagar það er mikil vinna sem liggur að baki í undirbúningi á nýju skotsvæði okkar en það er samt heilmikil vinna eftir, þegar vorar og snjóa leisir, og vona ég að þið verðið tilbúnir að leggja hönd á plógjinn við loka hnikkin til að koma svæðinu í gang.Með ósk um gleðilegtskotár.FormaðurS.K.Ó. Dagur Ó.Guðmundsson